Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gerðist síðast fyrir sjö árum
Rory McIlroy.
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 15:49

Gerðist síðast fyrir sjö árum

Sigur Paul Casey á Valspar Championship mótinu var þriðji sigurinn í röð hjá Evrópubúa á PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þrír sigrar í röð á mótaröðinni fara í hendur Evrópubúa.

Casey lék hringina fjóra um helgina á 8 höggum undir pari og varði þannig titil sinn eftir æsispennandi lokahring.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ítalinn Francesco Molinari sigraði eftirminnilega á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fór fram dagana 7.-10. mars. Molinari hafði þá meðal annars betur gegn Norður-Íranum Rory McIlroy á endasprettinum en sá síðarnefndi hafði þá tekið þátt í nokkrum mótum í röð þar sem hann var nálægt sigri.

McIlroy sigraði svo á Players meistaramótinu sem kláraðist 17. mars á TPC Sawgrass vellinum. Með sigrinum komst hann upp í 4. sæti heimslistans og verður að teljast líklegur til árangurs á Masters mótinu sem fer fram í apríl.

Sigurvegarar á PGA mótaröðinni tímabilið 2018/2019:

Safeway Open Kevin Tway
CIMB Classic Marc Leishman
CJ Cup @ Nine Bridges Brooks Koepka
WGC-HSBC Champions Xander Schauffele
Sanderson Farms Championship Cameron Champ
Shriners Hospital Open Bryson DeChambeau
Mayakoba Golf Classic Matt Kuchar
RSM Classic Charles Howell III
Sentry Tournament of Champions Xander Schauffele
Sony Open Matt Kuchar
Desert Classic Adam Long
Farmers Insurance Open Justin Rose
Waste Management Phoenix Open Rickie Fowler
AT&T Pebble Beach Pro-Am Phil Mickelson
Genesis Open J.B. Holmes
WGC-Mexico Championship Dustin Johnson
Puerto Rico Open Martin Trainer
Honda Classic Keith Mitchell
Arnold Palmer Invitational Francesco Molinari
Players Championship Rory McIlroy
Valspar Championship Paul Casey


Paul Casey.


Francesco Molinari.

Ísak Jasonarson
[email protected]