Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

GKG og GR mætast í úrslitum í karlaflokki
GR og GKG mætast í úrslitum í karlaflokki
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 19:37

GKG og GR mætast í úrslitum í karlaflokki

Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitum Íslandsmóts Golfklúbba á morgun.

Reykjavíkurmenn léku gegn Selfyssingum sem eru nýliðar í 1. deild og höfðu nokkuð öruggan sigur með 3,5 vinningum gegn 1,5 vinningum Selfyssinga. Eins og áður segir leika GR-ingar í úrslitum á morgun en árangur Selfyssinga sem leika um 3. sætið á morgun vekur einnig verðskuldaða athygli.

Úrslit einstakra leikja:

Í hinum undanúrslitaleiknum áttu Vestmannaeyjingar kappi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.

Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti og höfðu sigur í fyrstu tveimur leikjunum en GKG-ingar sigu fram úr í lokin og höfðu sigur 3-2. 

Úrslit einstakra leikja:

Árangur Eyjamanna vekur athygli líkt og árangur Selfyssinga og verður spennandi að fylgjast með viðureign þeirra um 3. sætið á morgun.

Það verður þó leikur GR og GKG sem flestra augu beinast að. Sigurvegari í viðureign risanna tveggja verður krýndur Íslandsmeistari á morgun.

Örninn járn 21
Örninn járn 21