Fréttir

Góð byrjun hjá Guðrúnu í Tékklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 16. september 2020 kl. 18:43

Góð byrjun hjá Guðrúnu í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á fyrsta hring Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem hófst í dag og er á meðal efstu kvenna eftir daginn. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni og er leikið á Prague City vellinum.

Í dag hóf Guðrún Brá leik á 10. holu og lék hún fyrstu níu holurnar á höggi undir pari þar sem hún fékk einn fugl og restina pör. Eftir skolla á annari fékk hún tvo fugla í röð á holum fjögur og fimm og var hún þá komin á tvö högg undir pari. Það var svo skolla á lokaholunni sem þýddi að hún endaði hringinn á 71 höggi.

Eins og áður sagði er Guðrún Brá á meðal efstu kvenna en hún er jöfn í áttunda sæti á einu höggi undir pari. Hún er fjórum höggum á eftir efstu konu sem er heimakonan Pia Babnik en hún lék á fimm höggum undir pari í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.