Góð byrjun hjá Haraldi í Höfðaborg
Haraldur Franklín Magnús byrjaði vel á Bain’s Whisky Cape Town mótinu á Áskorendamótaröðinni en það fer fram á Royal Cape Golf Club, í Höfðaborg í S-Afríku. Haraldur lék á þremur undir pari, 69 höggum og er jafn í 24. sæti eftir fyrsta hring.
Haraldur fékk fjóra fugla á fyrstu ellefu holunum en tapaði einu höggi á 17. braut og endaði því á -3.
Haraldur er að leika á sínu öðru móti á þremur vikum í S-Afríku en hann lék í síðustu viku í Limpopo og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.