Fréttir

Góð byrjun hjá Haraldi í úrtökumótinu
Haraldur Franklín Magnús.
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 20:10

Góð byrjun hjá Haraldi í úrtökumótinu

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson hófu í dag leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram í Austurríki. Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem klárast á föstudaginn.

Haraldur Franklín fór mjög vel af stað í mótinu og er á 3 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn. Hann fékk alls fimm fugla og tvo skolla á hringnum og er jafn í 10. sæti af 116 keppendum.


Skorkort Haraldar.

Ólafur Björn fór ekki jafn vel af stað en hann kom inn á 3 höggum yfir pari. Ólafur situr í 74. sæti og þarf að leika vel næstu daga til þess að eiga möguleika á að komast á annað stigið.

Alls komast um 25 kylfingar áfram úr mótinu og inn á 2. stig úrtökumótanna.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Alls leika fimm íslenskir kylfingar í 1. stigs úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla í ár:

Haraldur Franklín Magnús, 18.-21. september.
Ólafur Björn Loftsson, 18.-21. september.
Andri Þór Björnsson, 25.-28. september.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 25.-28. september.
Axel Bóasson, 9.-12. október.

Ísak Jasonarson
[email protected]