Fréttir

Góður byrjun hjá Haraldi
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 12:38

Góður byrjun hjá Haraldi

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í morgun leik á Dimension Data Pro-Am mótinu en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Leikið er á tveimur völlum, annars vegar á Montagu vellinum og hins vegar á Outeniqua vellinum. Haraldur lék á Montagu vellinum og fór vel af stað.

Hann lék fyrsta hringinn á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Haraldur byrjaði daginn vel og var fljótlega kominn tvö högg undir par á hringnum. Hann fékk svo tvo skolla um miðbik hringsins og var þá aftur kominn á parið. Góður endir, þar sem hann fékk þrjá fugla og einn skolla, kom honum aftur á tvö högg undir par.

Helmingur kylfinga eiga enn eftir að ljúka leik og getur því staða Haralds breyst eitthvað en sem stendur er hann jafn í 38. sæti. Efsti maður er Ryan Evans en hann lék á 10 höggum undir pari á Outeniqua vellinum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.