Fréttir

Golf á Tenerife er nýjung hjá VITAgolf
Miðvikudagur 30. apríl 2014 kl. 09:34

Golf á Tenerife er nýjung hjá VITAgolf

VITAgolf kynnir þessa dagana nýjung í golfferðum en í fyrsta skipti býður ferðaskrifstofan upp á golfpakka á Tenerife á Kanaríeyjum. Peter Salmon hjá VITAgolf er afar ánægður með þennan nýja golfstað hjá fyrirtækinu.

„Golf del Sur á Tenerife er einfaldlega mest spennandi nýjung sem við hjá VITAgolf höfum boðið lengi.  Það er aðeins 10 mínútna akstur frá flugvellinum að okkar glæsilega 4 stjörnu+  Vincci Golf hóteli sem er staðsett alveg við ströndina. Frá hótelinu er svo 2 mínútna akstur á hinn mjög svo skemmtilega 27 holu Golf Del Sur golfvöll, sem margir telja að sé besti golfvöllurinn á Tenerife.

Við bjóðum alla rástíma að morgni til og svo er ótakmarkað golf í boði það sem eftir er dags. Í göngufæri frá hótelinu eru ýmsir skemmtistaðir, fjöldinn allur af börum og veitingahúsum þar sem hægt er að borða og drekka á mjög hagstæðu verði. Þegar við bætum við besta veðri í Evrópu allan ársins hring ásamt mjög hagstæðum hótel- og golfpakka á þessum slóðum er ekki hægt annað en að mæla eindregið með Golf del Sur sem frábærum valkosti fyrir golfferðina,“ sagði Peter Salmon, framkvæmdastjóri VITAgolf.

Nánar á heimasíðu VITAgolf.

Þrír 9 holu golfvellir Golf Del Sur eru fjölbreyttir og skemmtilegir. Það sem m.a. kemur á óvart eru svartar glompur sem skera sig skemmtilega úr í fallegu umhverfinu.

Aðstæður á Golf Del Sur eru mjög góðar, æfingasvæði, klúbbhús og veitingastaður, hótelið skammt frá.