Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari í 2. deild kvenna
Sunnudagur 24. ágúst 2025 kl. 11:21

Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari í 2. deild kvenna

Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði í 2. deild Íslandsmóts klúbba kvenna 50 ára og eldri sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Mosókonur sigruðu norðankonur úr Golfklúbbi Akureyrar í úrslitaleik 2/1.

Golfklúbbur Setbergs varð í 3. sæti, Vestarr í 4. sæti og heimakonur úr GS í því fimmta.

Ellefu sveitir tóku þátt og var leikinn höggleikur á fyrsta keppnisdegi og svo raðað í holukeppni eftir árangri þar.

Örninn 2025
Örninn 2025