Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Golfklúbbur Öndverðarness fagnaði sigri í 3. deild karla
Mánudagur 13. ágúst 2018 kl. 12:00

Golfklúbbur Öndverðarness fagnaði sigri í 3. deild karla

Sveit Golfklúbbs Öndverðarness hafði betur gegn Golfklúbbi Húsavíkur í úrslitaleiknum í 3. deild karla sem fór fram dagana 10.-12. ágúst hjá Golfklúbbi Norðfjarðar.

Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi en úrslitin réðust á 20. holu í bráðabana þar sem Ísak Jasonarson hafði að lokum betur gegn Unnari Þóri Axelssyni.

Sveit GÖ leikur því í 2. deild að ári en klúbburinn hefur nú komist upp um tvær deildir á tveimur árum.

Golfklúbbur Borgarness endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Geysi. Framhald Golfklúbbsins Geysis er í nokkurri óvissu en óvíst er með framhald golfvallarins sem hefur verið lokaður í allt sumar.

Gestgjafarnir í Golfklúbbi Norðfjarðar eru á leið niður í fjórðu deild eftir tap gegn GSS í lokaleiknum. Athygli vekur að GN hafði betur gegn sigurvegurunum í GÖ í fyrsta leik riðlakeppninnar, 3-0.

Lokastaðan í 3. deild karla:

1. Golfklúbbur Öndverðarness
2. Golfklúbbur Húsavíkur
3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbburinn Geysir
5. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
6. Golfklúbbur Grindavíkur
7. Golfklúbbur Sauðárkróks
8. Golfklúbbur Norðfjarðar

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í 3. deild karla.


Sveit GH sem endaði í öðru sæti.


Sveit GB sem endaði í þriðja sæti.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is