Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Golfklúbbur Reykjavíkur bestur klúbba í Leirunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 24. ágúst 2025 kl. 11:46

Golfklúbbur Reykjavíkur bestur klúbba í Leirunni

Golfklúbbur Reykjavíkur er Íslandsmeistari klúbba karla 50 ára og eldri eftir spennandi keppni á Hólmsvelli í Leiru. GR vann Setberg í úrslitaleik 2/1.

Í úrslitaviðureigninni fóru tveir leikir í tvímenningi á 19. holu og þar höfðu GR-ingar betur. Í þriðja leiknum vann Setberg 2/1 en í fjórmenningsleiknum vann Setberg nokkuð örugglega. Liðin áttust líka við í 2. umferð mótsins og þá vann Setberg örugglega 3,5-1,5.

Í 3. sæti varð Golfklúbburinn Esja sem vann norðanmenn úr Golfklúbbi Akureyrar í lokaumferðinni. Heimamenn í Golfklúbbi Suðurnesja urðu í 5. sæti eftir sigur á Leynismönnum frá Akranesi.

Örninn 2025
Örninn 2025

Golfklúbburinn Keilir sem hefur oftar verið í toppbaráttunni og oft verið meistari á undanförnum árum mátti nú þola það hlutskipti að enda í neðsta sæti og dugði ekki sigur í lokaumferðinni gegn GKG. Keilismenn leika því í 2. deild á næsta ári.

Úrslit.

Guðmundur Arason úr GR og Tryggvi Traustason úr Setbergi á 7. holu í viðureign þeirra í úrslitaleik GR og Setbergs. Þeir félagar hafa oft verið í toppbaráttunni undanfarin ár með klúbbum sínum.