Örninn 2023 fatnaður
Örninn 2023 fatnaður

Fréttir

Golfklúbbur Selfoss og Árborg gera samning til 2030
Páll Sveinsson formaður GOS, Hlynur Geir Hjartason framkvæmdarstjóri og yfirþjálfari GOS, Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson deildarstjóri frístundarsviðs Árborgar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 31. mars 2023 kl. 10:43

Golfklúbbur Selfoss og Árborg gera samning til 2030

Golfklúbbur Selfoss og Sveitafélagið Árborg hafa gert með sér nýjan þjónustusamning sem gildir til ársloka 2030. „Með þessum samningi getur GOS haldið áfram öflugu starfi og áframhaldandi framkvæmdum,“ segir í frétt frá GOS.

Þar segir að með samningi þessum er lögð áhersla á mikilvægi þess öfluga íþrótta-, forvarna- og félagsstarfs sem fram fer innan Golfklúbbs Selfoss fyrir samfélagið í heild. Til þess að félagið geti rækt hlutverk sitt styrkir Sveitarfélagið Árborg félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir sveitarfélagið tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu.

Í samningnum er talin upp atriði eins og að sem flestir fái tækifæri til þátttöku í golfíþróttinni í samræmi við áhuga, vilja og getu, óháð efnahag, búsetu, kynþætti eða að öðru leyti,

að búa golfíþróttafólki í Árborg góðar aðstæður til æfinga og keppni, auka þátttöku almennings í golfíþróttinni, að ná árangri í forvörnum og vinna markvisst eftir gildandi forvarnastefnu Árborgar oð öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda golfíþróttina og fleira sem tengist starfsemi golfklúbbsins og það eflist og verði til fyrirmyndar á landsvísu.