Golfklúbburinn Keilir kynnir nýjungar til leiks á Íslandsmótinu í ár
Íslandsmótið í höggleik er að verða eða er orðinn, flottasti íþróttaviðburður á Íslandi á hverju ári og alltaf verður mótið glæsilegra og glæsilegra. Formaður Golfklúbbs Keilis, Guðmundur Örn Óskarsson, fór yfir frábæra nýjung sem gerir upplifun þeirra sem mæta á mótið, mun meiri og í leiðinni fór hann yfir hvernig kylfingum gekk á fyrsta deginum.
Ein nýjungin er „fanzone“ og má búast við miklum fjölda áhorfenda á mótið en þeir sem ekki komast geta látið fara vel um sig í sófanum og fylgst með beinni útsendingu RÚV, og fylgst með gangi mála hér á kylfingur.is