Fréttir

Gríðarlega spennandi lokadagur fram undan á lokamóti LPGA
Nelly Korda er að berjast um sigur á mótinu ásamt því að berjast við Jin Young Ko um sigur á stigalistanum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 09:29

Gríðarlega spennandi lokadagur fram undan á lokamóti LPGA

Mikil spenna er fyrir lokahringinn á CME Group Tour Championship mótinu í Flórída. Barist er um sigur á mótinu annars vegar og sigurinn á stigalista mótaraðarinnar hins vegar.

Nelly Korda, Jin Young Ko, Celine Boutier og Nasa Hataoka eru allar á 14 höggum undir pari og deila forystunni.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Gaby Lopez og Mina Harigae koma næstar höggi á eftir. Nanna Koertz Madsen, Lexi Thompson og Meghan Kang eru svo allar höggi þar á eftir.

Nelly Korda og Jin Young Ko berjast hart um stigameistaratitilinn. Ko fékk sjö fugla í röð á hringnum í gær en kólnaði svo á seinni níu sem gaf Korda tækifæri á að jafna sem hún gerði með erni á 17. brautinni.

Staðan í mótinu