golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Guðmundur Ágúst á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 2. febrúar 2023 kl. 11:13

Guðmundur Ágúst á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hring ársins á einu höggi yfir pari á Ras Al Khaimah mótinu sem fram fer á Al Hamra vellinum í Ras al-Kaíma sem er hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta er fyrsta mót ársins hjá Íslendingnum á nýju ári en hann lék á fjórum mótum í lok árs á DP World Evrópumótaröðinni eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt á lokaúrtökumótinu í nóvember.

Guðmundur lék mjög stöðugt golf í fyrsta hringnum, fékk fugl á 2. braut þegar hann setti niður um tíu metra pútt en svo tapaði hann höggi á 15. og 17. braut. Hann er í neðri helmingi hópsins en skor morgunsins eru þó ekki mjög lág á heildina litið. Um helmingur kylfinga hefur lokið leik þegar þetta er skrifað.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Daninn Nicolai Højgaard sigraði á mótinu í fyrra og hann er á einu höggi undir pari en tvíburabróðir hans, Rasmus er við toppinn á -6.

Staðan.