Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Guðmundur Ágúst lék best íslensku strákanna á fyrsta hring
Guðmundur Ágúst lék best íslensku strákanna í dag
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 22. júlí 2021 kl. 16:17

Guðmundur Ágúst lék best íslensku strákanna á fyrsta hring

Íslensku strákarnir hafa lokið við fyrsta hring á Italian Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best íslensku strákanna á fyrsta hring. Guðmundur lék á 71 höggi eða pari og er í 48. sæti ásamt öðrum.

Haraldur Franklín Magnus lék á höggi yfir pari og Bjarki Pétursson á 3 höggum yfir pari.

Margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka fyrsta hring en Nathan Kimsey frá Englandi hefur leikið best hingað til á 6 höggum undir pari.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21