Fréttir

Guðmundur Ágúst lék Korpúlfsstaðavöll á 66 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 30. júní 2020 kl. 17:41

Guðmundur Ágúst lék Korpúlfsstaðavöll á 66 höggum

Opna Örninn Golfverslun mótið fór fram um síðustu helgi á Korpúlfsstaðavelli. Völlurinn tók vel á móti keppendum sem léku við kjöraðstæður en alls voru 135 keppendur skráðir til leiks og var keppt í þremur flokkum.

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á fæstum höggum í mótinu en hann kom inn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari á hvítum teigum þrátt fyrir tvöfaldan skolla á 4. holu og skolla á 14. holu. Alls fékk Guðmundur átta fugla á hringnum en skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Guðmundar. Athugið að 16. holan er par 4 af hvítum og því er par vallarins 71 en ekki 72 eins og kemur fram á golfbox.

Guðmundur er þessa dagana að undirbúa sig fyrir næsta mót á Áskorendamótaröðinni sem fer fram í Austurríki dagana 9.-12. júlí. Óvíst er hvenær og hvernig tímabilið klárast á mótaröðinni en nú þegar hefur þó nokkrum mótum verið aflýst vegna kórónuveirunnar.

Úrslit úr mótinu urðu þessi:

Punktakeppni karla:

Heiðar Atli Styrkársson, GM – 44 punktar (betri á seinni 9)
Sigfús Jón Helgason, NK – 44 punktar
Vignir Bragi Hauksson, GR – 43 punktar

Punktakeppni kvenna:

Anna Úrsúla Gunnarsdóttir, GR – 42 punktar
Karitas Sigurvinsdóttir, GS – 37 punktar (betri á seinni 9)
Nína Vigdísard. Björnsdóttir, GR – 37 punktar

Höggleikur án forgjafar:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – 66 högg
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR – 70 högg
Páll Birkir Reynisson, GR – 72 högg