Fréttir

Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan þátttökurétt á DP Evrópumótaröðinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 16. nóvember 2022 kl. 14:18

Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan þátttökurétt á DP Evrópumótaröðinni

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk leik í dag á lokaúrtökumótinu á Spáni. Guðmundur lék á 70 höggum (-1) og á samtals átján höggum undir pari eftir sex hringi, hann lýkur því leik jafn í nítjánda sæti.

Með árangrinum er Guðmundur Ágúst  annar Íslendingurinn sem nær að tryggja sér fullan þátttökurétt á DP Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki. Birgir Leifur Hafþórsson lék sama leik árið 2006 og einnig árið 2007.

Staðan í mótinu.