Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur fór vel af stað í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 15:46

Guðmundur fór vel af stað í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson hófu í dag leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram á Frilford Heath vellinum í Englandi.

Guðmundur Ágúst lék mjög vel og er jafn í 5. sæti á höggi undir pari þegar rúmlega helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring mótsins.

Guðmundur fékk alls fjóra fugla og þrjá skolla á hring dagsins en hann hóf leik á 10. teig. Skorkortið má sjá hér fyrir neðan.

Andri Þór byrjaði ekki nógu vel og kláraði hringinn á 7 höggum yfir pari. Hann er á meðal neðstu manna í mótinu og þarf að gera gríðarlega vel á næstu dögum til þess að komast áfram á 2. stig úrtökumótanna.

Um 25% keppenda í mótinu komast áfram á 2. stigið og þar sem rúmlega 100 keppendur eru með á Frilford vellinum komast á milli 25 og 30 kylfingar áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Andri Þór Björnsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)