Fréttir

Guðmundur höggi á eftir efsta manni þegar mótið er hálfnað
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 4. september 2020 kl. 19:05

Guðmundur höggi á eftir efsta manni þegar mótið er hálfnað

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er höggi á eftir efsta manni þegar Northern Ireland Open mótið á Áskorendamótaröðinni er hálfnað. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús er einnig á meðal keppenda og komust þeir báðir gegnum niðurskurðinn.

Fyrir daginn var Guðmundur tveimur höggum á eftir efsta mannig. Hann byrjaði daginn af miklum krafti og náði sér í tvo fugl á fyrstu tveimur holunum. Þau högg voru aftur á móti fljót að fara því þrír fuglar á næstu fjórum holum komu honum á högg yfir par. Eftir þrjú pör í röð til að klára fyrri níu holurnar fékk Guðmundur þrjá fugla í röð á síðari níu holunum. Hann nældi sér svo í einn fugl til viðbótar og endaði því daginn á 67 höggum eða þremur höggum undir pari.

Guðmundur er eins og áður sagði höggi á eftir efsta manni jafn í öðru sæti á fimm höggum undir pari nú þegar mótið er hálfnað.

Andri byrjaði daginn fremur illa og var á þremur höggum yfir pari eftir sjö holur. Hann snéri blaðinu þó heldur betur við og lék síðustu 11 holurnar á fjórum höggum undir pari. Andri er því samtals á tveimur höggum yfir pari jafn í 45. sæti.

Hér má sjá stöðuna.

Haraldur lék á pari vallar í dag þar sem hann fékk tvo skolla, tvo fugla og restina pör. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari og jafn í 59. sæti.