Fréttir

Guðmundur í 18. sæti fyrir lokahringinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 21. nóvember 2020 kl. 21:14

Guðmundur í 18. sæti fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR spilaði í dag þriðja hringinn á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Við þetta fór hann upp um 4 sæti og situr í 18. sæti þegar einn hringur er eftir.

Guðmundur fékk alls fjóra fugla á hringnum líkt og fyrstu tvo keppnisdagana en í dag fékk hann þrjá skolla. Hann er samtals á 3 höggum undir pari í mótinu, sjö höggum frá Alexander Knappe sem er efstur.


Skorkort Guðmundar.

Eins og greint var frá á Kylfingi fyrr í vikunni er ekki niðurskurður í þessu móti og héldu því allir kylfingarnir áfram eftir tvo hringi og leika til úrslita á sunnudaginn. Fimm efstu kylfingarnir á stigalistanum að móti loknu fá takmarkaðan þátttökurétt á Evrópumótaröð karla. 

Eftir þrjá hringi er áætluð staða Guðmundar á stigalistanum 47. sæti og fer hann því niður um eitt sæti miðað við núverandi stöðu. Það getur þó breyst töluvert á morgun, sunnudag, þegar lokahringurinn fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.