Fréttir

Guðmundur í 9. sæti fyrir lokahringinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 12. október 2019 kl. 18:04

Guðmundur í 9. sæti fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag næst síðasta hringinn á Stone Irish Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur lék hringinn á parinu og er því á 7 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Á hring dagsins fékk Guðmundur alls fjóra fugla og fjóra skolla en á tímabili var hann jafn í öðru sæti á 9 höggum undir pari í heildina.

Fyrir lokahringinn er Guðmundur einungis fjórum höggum frá þeim Emilio Cuartero Blanco og Oscar Lengden og getur því blandað sér í baráttu um sigur á morgun með góðri byrjun.

Lokahringur mótsins fer fram á sunnudaginn.

Staða efstu manna:

205 högg E Cuartero Blanco (Esp) 67 68 70, O Lengden (Swe) 69 67 69,
206 högg T Clements (Eng) 72 67 67,
207 högg B Neil (Sco) 68 70 69,
208 högg C Sharvin (Nir) 69 69 70, H Sturehed (Swe) 72 67 69, A Cockerill (Can) 67 70 71, D Huizing (Ned) 67 71 70,
209 högg G Kristjansson (Isl) 70 67 72,


Skorkort Guðmundar.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.