Fréttir

Guðmundur kominn í annað sæti stigalistans
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 19:05

Guðmundur kominn í annað sæti stigalistans

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er kominn upp í 2. sæti Nordic Golf mótaraðarinnar eftir annan sigurinn á tímabilinu sem kom á PGA Championship mótinu um helgina.

Guðmundur Ágúst hefur nú fengið 19.791 stig á tímabilinu og er einungis 256 stigum á eftir Svíanum Fredrik Niléhn sem er efstur.

Fimm efstu kylfingar mótaraðarinnar í lok tímabils öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson afrekaði það fyrstur íslenskra kylfinga fyrir tveimur árum þegar hann endaði efstur á Nordic Golf mótaröðinni.

Á tímabilinu hefur Guðmundur leikið á 10 mótum og komist átta sinnum í gegnum niðurskurðinn. Árangur hans er eftirfarandi:

12/02/2019, Mediter Real Estate Masters - PGA Catalunya, 1. sæti, 9.000 stig
17/02/2019, PGA Catalunya Resort Championship, 9. sæti, 1.310 stig
24/02/2019, SGT Winter Series Lumine Hills Open, 27. sæti, 341 stig
01/03/2019, SGT Winter Series Lumine Lakes Open, 13. sæti, 1.068 stig
27/04/2019, Master of the Monster, 13. sæti, 350 stig
01/05/2019, Bravo Tours Open presented by Visit Tønder, MC, 0 stig
08/05/2019, Jyske Bank Made in Denmark Qualifier, 57. sæti, 60 stig
16/05/2019, TanumStrand Fjällbacka Open, MC, 0 stig
05/06/2019, Thisted Forsikring Championship, 6. sæti, 1.613 stig
13/06/2019, PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon, 1. sæti, 6.048 stig
Auk Guðmundar hafa þeir Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Aron Bergsson leikið á mótaröðinni í ár. Haraldur er í 10. sæti, Axel í 45. sæti, Andri í 106. sæti og Aron í 141. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.