Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur lék annan hringinn á 68 höggum
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. nóvember 2020 kl. 17:40

Guðmundur lék annan hringinn á 68 höggum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR spilaði í dag annan hringinn á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Við þetta fór hann upp um 8 sæti og situr hann í 22. sæti þegar mótið er hálfnað.

Guðmundur fékk alls fjóra fugla á hringnum og einn skolla og lék því á þremur höggum undir pari. Hann er samtals á 2 höggum undir pari í mótinu, níu höggum frá Alexander Knappe sem er efstur.

Eins og greint var frá á Kylfingi fyrr í vikunni er ekki niðurskurður í þessu móti og því halda allir kylfingarnir áfram eftir tvo hringi og leika til úrslita um helgina. Fimm efstu kylfingarnir á stigalistanum að móti loknu fá takmarkaðan þátttökurétt á Evrópumótaröð karla. 

Eftir tvo hringi er áætluð staða Guðmundar á stigalistanum 48. sæti og fer hann því niður um tvö sæti miðað við núverandi stöðu. Það getur þó breyst töluvert um helgina þegar lokahringirnir fara fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.