Fréttir

Guðmundur lék lokahringinn á 2 höggum yfir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 7. júlí 2019 kl. 12:00

Guðmundur lék lokahringinn á 2 höggum yfir pari

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag lokahringinn á D+D REAL Slovakia Challenge mótinu á 2 höggum yfir pari. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi, næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Guðmundur, sem var á 5 höggum undir pari eftir þrjá hringi, hóf leik á 10. teig í morgun og var á einu höggi undir pari eftir sínar fyrri níu holur.

Á seinni níu kom í raun versti kafli Guðmundar í mótinu en hann lék þær holur á þremur höggum yfir pari og endaði hringinn á tveimur höggum yfir pari.


Skorkort Guðmundar í mótinu.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á lokahring mótsins er Guðmundur jafn í 51. sæti í mótinu en hann lék hringina fjóra í mótinu samtals á 3 höggum undir pari.

Rhys Enoch er í efsta sæti á 18 höggum undir pari en hann er búinn með 16 holur á lokahringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640