Fréttir

Guðmundur og Haraldur leika í Portúgal
Guðmundur og Haraldur leika í Portúgal og þurfa á góðri frammistöðu að halda.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 22. september 2021 kl. 10:16

Guðmundur og Haraldur leika í Portúgal

Lokaspretturinn er hafinn á Áskorendamótaröð Evrópu. Aðeins fjögur mót eru eftir þar til 45 efstu kylfingarnir leiða saman hesta sína á lokamótinu og berjast um 20 sæti á Evrópumótaröðinni fyrir næsta tímabil.

Það er því að miklu að keppa að ná einu af 45 efstu sætunum fyrir lokamótið. Haraldur Franklín er sem stendur í 46. sæti listans og Guðmundur Ágúst í því 77.

Þeir hefja leik á í fyrramálið á Open de Portugal at Royal Obidos. Leika saman í ráshópi sem fer af stað klukkan 8 að staðartíma.

Mikið undir hjá okkar mönnum sem geta bætt stöðu sína verulega á stigalistanum með góðri frammistöðu í Portúgal.