Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Guðmundur og Valdís kylfingar ársins hjá GSÍ
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 11:22

Guðmundur og Valdís kylfingar ársins hjá GSÍ

Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2019 en það eru þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni.

Árið 2019 var án efa það besta á ferli Guðmundar en hann sigraði þrisvar á Nordic Golf mótaröðinni sem var nóg til þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni í golfi, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Þá komst Guðmundur áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla og endaði árið efstur íslenskra kylfinga á heimslista karla en hann er sem stendur í 558. sæti.

Valdís Þóra lék í ár sitt þriðja tímabil á Evrópumótaröð kvenna og varð um síðustu helgi hársbreidd frá því að halda fullum keppnisrétti á mótaröðinni þegar hún endaði í 71. sæti á stigalistanum. Besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni kom í Ástralíu þar sem hún endaði í 5. sæti. Auk þess að leika á Evrópumótaröðinni reyndi Valdís fyrir sér í úrtökumótunum fyrir LPGA mótaröðina þar sem hún féll úr leik á öðru stiginu.

Þetta er í 22. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst fær þessa viðurkenningu. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu í kvennaflokki eða alls sex sinnum.

Kylfingar ársins 1973-1997:

1973 Björgvin Þorsteinsson GA 1
1974 Sigurður Thorarensen GK 1
1975 Ragnar Ólafsson GR 1
1976 Þorbjörn Kjærbo GS 1
1977 Björgvin Þorsteinsson GA 2
1978 Gylfi Kristinsson GS 1
1980 Hannes Eyvindsson GR 1
1981 Ragnar Ólafsson GR 2
1982 Sigurður Pétursson GR 1
1983 Gylfi Kristinsson GS 2
1984 Sigurður Pétursson GR 2
1985 Sigurður Pétursson GR 3
1986 Úlfar Jónsson GK 1
1987 Úlfar Jónsson GK 2
1988 Úlfar Jónsson GK 3
1989 Úlfar Jónsson GK 4
1990 Úlfar Jónsson GK 5
1991 Karen Sævarsdóttir GS 1
1992 Úlfar Jónsson GK 6
1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV 1
1994 Sigurpáll Geir Sveinsson GA 1
1995 Björgvin Sigurbergsson GK 1
1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL 1
1997 Birgir Leifur Hafþórsson GL 2

Kylfingar ársins í karlaflokki 1998-2019:

1998 Björgvin Sigurbergsson GK 2
1999 Örn Ævar Hjartarson GS 1
2000 Björgvin Sigurbergsson GK 3
2001 Örn Ævar Hjartarson GS 2
2002 Sigurpáll Geir Sveinsson GA 2
2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 3
2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 4
2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. 1
2006 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 5
2007 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 6
2008 Hlynur Geir Hjartarson GOS 1
2009 Ólafur Björn Loftsson NK 1
2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 7
2011 Ólafur Björn Loftsson NK 1
2012 Haraldur Franklín Magnús GR 1
2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 8
2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 9
2015 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 10
2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 11
2017 Axel Bóasson GK 1
2018 Haraldur Franklín Magnús GR 2
2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 1

Kylfingar ársins í kvennaflokki 1998-2019:

1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 1
1999 Ólöf María Jónsdóttir GK 1
2000 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2
2001 Herborg Arnardóttir GR 1
2002 Ólöf María Jónsdóttir GK 2
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 3
2004 Ólöf María Jónsdóttir GK 3
2005 Ólöf María Jónsdóttir GK 4
2006 Nína Björk Geirsdóttir GKj. 1
2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. 2
2008 Ólöf María Jónsdóttir GK 5
2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 1
2010 Tinna Jóhannsdóttir GK 1
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 1
2012 ÓIafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2
2013 Sunna Víðisdóttir GR 1
2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 3
2015 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 4
2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 5
2017 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 6
2018 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 2
2019 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 3