Fréttir

Guðrún bætti sig um fjögur högg
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. nóvember 2020 kl. 10:39

Guðrún bætti sig um fjögur högg

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr GK bætti sig um fjögur högg milli hringja á Aramco Saudi Ladies International mótinu sem fram fer í Sádi Arabíu og er haldið af Evrópumótaröð kvenna.

Hún lék á 80 höggum í gær og þurfti því á góðum hring að halda í dag ætlaði hún sér áfram og því vekefnið ærið. Guðrún hóf leik á fyrstu holu í dag og var á pari vallar eftir fjórar holur. Staðan versnaði þó með tveimur skollum á holum fimm og sex. Restina af hringnum fékk nældi hún sér í tvo fugla en á móti fékk hún einn skolla og einn þrefaldan skolla.

Guðrún kom því í hús á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Hún er jöfn í 96. sæti eins og staðan er en einhverjar eiga enn eftir að ljúka leik. Niðurskurðurinn miðast við þá kylfing sem eru á fimm höggum yfir pari og betur. Hún hefur því lokið leik að þessu sinni en snýr til baka í næstu viku þegar að Saudi Ladies Team International mótið fer fram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.