Guðrún Birna og Einar klúbbmeistarar Álftaness
Golfklúbbur Álftaness hélt meistaramót sitt á dögunum og tókst það einstaklega vel þar sem veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur. Mótinu var slitið með veglegu lokahófi í golfskálanum á Álftanesi þar sem þeir sem stóðu sig best voru verðlaunaðir. Klúbbmeistarar voru þau Guðrún Birna Snæþórsdóttir og Einar Georgsson.
Þegar úrslit mótsins eru skoðuð inn á Golfboxinu kemur í ljós að fyrst er getið sigurvegara þegar búið er að taka tillit til forgjafar. Þannig varð Páll Pálsson hlutskarpastur, spilaði á 185 höggum nettó en sigurvegarinn í höggleik án forgjafar, Einar Georgsson var í þriðja sæti á 193 höggum. Hjá konum varð Eyrún Sigurjónsdóttir sigurvegari nettó, lék á 186 höggum, einu betur en sigurvegarinn í höggleik án forgjafar, Guðrún Birna Snæþórsdóttir.
Hins vegar er það alltaf þannig að klúbbmeistari er sá kylfingur sem leikur á fæstum höggum. Í ár voru það Guðrún Birna Snæþórsdóttir og Einar Georgsson.
Þrír efstu hjá konum:
Guðrún Birna Snæþórsdóttir 181 högg
Eyrún Sigurjónsdóttir 228 högg
Sonja Björk Jónsdóttir 243 högg
Þrír efstu hjá körlum:
Einar Georgsson 208 högg
Veigar Örn Þórarinsson 210 högg
Kristófer Roman Kolbeins 212 högg
Meistaramót Golfklúbbs Álftanes - úrslit