Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðrún Brá +2 á fyrsta hring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 17:16

Guðrún Brá +2 á fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í dag sinn fyrsta hring á Evrópumótaröð kvenna þegar fyrsti dagur La Reserva de Sotogrande Invitational mótsins fór fram á Spáni.

Guðrún Brá lék fyrsta hring mótsins á 2 höggum yfir pari og er jöfn 45. sæti þegar fréttin er skrifuð.


Skorkort Guðrúnar.

Á hringnum fékk Guðrún Brá fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla en hún hóf leik á 10. teig og var á tímabili á 2 höggum undir pari.

Alls eru 126 kylfingar meðal keppenda í mótinu og er Valdís Þóra Jónsdóttir einnig meðal keppenda. Valdís er á 6 höggum yfir pari en nánar má lesa um hennar hring með því að smella hér.

Eftir tvo hringi verður skorið niður í mótinu og komast þá um 50-60 kylfingar áfram líkt og tíðkast á mótaröðinni. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)