Fréttir

Guðrún Brá  í basli á lokahringnum
Guðrún Brá náði sér ekki á strik á lokahringnum á Spáni.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 3. október 2021 kl. 12:48

Guðrún Brá í basli á lokahringnum

Guðrún Brá Björgvinsdóttr náði sér ekki á strik á lokahring Estrella Damm mótsins  á Evrópumótaröð kvenna sem lauk í dag á Spáni.

Guðrún lék lokahringinn á 78 höggum en var á pari eftir fyrstu tvo hringina. Guðrún Brá endaði mótið í 47. sæti.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Maja Stark frá Svíþjóð sigraði í annað sinn á síðustu þremur mótum á samtals 8 höggum ndir pari. Magdalena Simmermacher frá Argentínu sem var í forystu fyrir lokahringinn lék á 79 höggum og endaði í 14. sæti ásamt öðrum.

Staðan í mótinu