Fréttir

Guðrún Brá á 72 höggum í Svíþjóð
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 17:01

Guðrún Brá á 72 höggum í Svíþjóð

Þær Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir léku í dag annan hring Skafto Open mótsins sem er hluti af LET Access mótaröðinni. 

Guðrún hóf leik á fyrstu holu í dag. Fyrri níu holurnar voru viðburðarlitlar en hún fékk níu pör. Síðari níu holurnar lék hún á þremur höggum yfir pari, þar sem hún fékk einn skramba, tvo skolla og einn fugl. Eftir hringina tvo er Guðrún á samtals fimm höggum yfir pari og er hún jöfn í 57. sæti.

Dagurinn reyndist Berglindi erfiður. Hún lék hringinn í dag á 80 höggum, eða 11 höggum yfir pari, en hún fékk þrjá skramba, sjö skolla, einn fugl og restina pör á hringnum. Berglind er samtals á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi og jöfn í 114. sæti.

Lokadagur mótsins er á morgun. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.