Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Guðrún Brá á tveimur höggum yfir pari | Erfiður dagur hjá Berglindi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Föstudagur 3. maí 2019 kl. 18:56

Guðrún Brá á tveimur höggum yfir pari | Erfiður dagur hjá Berglindi

Þær Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hófu í dag leik á VP Bank Ladies Open mótinu en það er hluti af LET Access mótaröðinni.

Byrjunin var erfið hjá Guðrúnu Brá en hún hóf leik á fyrsta teig. Hún var komin fjögur högg yfir par eftir sjö holur. Hún náði aðeins að rétta úr kútnum og fékk þrjá fugla og einn skolla á síðustu 12 holunum.

Hún kom því í hús á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari og er eftir daginn jöfn í 48. sæti.

Berglind Björnsdóttir átti erfiðan dag á vellinum. Hún kom í hús á 81 höggi, eða níu höggum yfir pari, og er eftir daginn jöfn í 114. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is