Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslandsmeistari kvenna
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr golfklúbbnum Keili er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2025. Hún hafði betur í bráðabana gegn Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG. Hulda leiddi með fimm höggum fyrir lokadaginn en Guðrún gafst ekki upp, náði að knýja fram bráðabana þar sem holur 16-18 voru leiknar, og vann öruggan sigur með fjórum höggum.
Viðtöl við Guðrúnu koma á morgun og eins verður rætt við Huldu Clöru.