Fréttir

Guðrún Brá endaði í 26. sæti á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 13. júlí 2019 kl. 11:21

Guðrún Brá endaði í 26. sæti á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék í dag lokahringinn á Ribeira Ladies Open mótinu á 71 höggi eða höggi yfir pari. Mótið var hluti af LET Access mótaröðinni sem Guðrún hefur leikið á undanfarin ár.

Fyrir lokahringinn var Guðrún Brá á 3 höggum yfir pari og jöfn í 29. sæti. Með hringnum fór hún upp um þrjú sæti og endaði í 26. sæti á 4 höggum yfir pari í heildina.

Rachael Goodall fór með sigur af hólmi en hún lék hringina þrjá samtals á 11 höggum undir pari.

Næsta mót á mótaröðinni fer fram dagana 17.-19. júlí.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.