Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðrún Brá endaði í 7. sæti í Sviss
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 18:32

Guðrún Brá endaði í 7. sæti í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, endaði í 7. sæti á Lavaux Ladies Championship. Mótið kláraðist í dag en það var hluti af LET Access mótaröðinni og fór fram í Sviss.

Guðrún lék í dag lokahring mótsins á pari vallarins og endaði mótið á höggi undir pari í heildina. Fyrir vikið fór hún upp um 6 sæti og endaði sem fyrr segir í 7. sæti.

Þetta er besti árangur Guðrúnar á mótaröðinni á þessu ári.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Berglind Björnsdóttir, GR, tók einnig þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)