Fréttir

Guðrún Brá fékk um hálfa milljón
Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá í Englandi
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 11. júlí 2021 kl. 10:53

Guðrún Brá fékk um hálfa milljón

Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði jöfn í 12. sæti á Aramco Team Series mótinu á Evrópumótaröð kvenna í London. Einungis voru leiknir þrír hringir á mótinu. Marianne Skarpnord frá Noregi stóð uppi sem sigurvegari en hún var að vinna sinn fimmta sigur á mótaröðini.

Frábært hjá Guðrúnu Brá sem fékk um hálfa milljón króna fyrir árangurinn.

Þegar rýnt er nánar í lokastöðu mótsins má betur sjá hversu frábær árangur Guðrúnar er. Í efstu sætum eru nær eingöngu þekktir kylfingar. Sem dæmi má nefna:

  • Lexi Thompson sem situr í 9. sæti heimslistans endar jöfn Guðrúnu.
  • Minjee Lee sem endar höggi á undan er í 14. sæti heimslistans.
  • Charley Hull, Georgia Hall og Anna Nordquist enda í þriðja til fimmta sæti. Þær eru allar þaulreyndir Solheim Cup leikmenn, sigurvegarar á risamótum og margfaldir sigurvegarar á mótaröðinni.
  • Stephanie Kyriacou sigurvegari síðustu viku endar í 6. sæti.

Lokastaðan og verðlaunafé