Fréttir

Guðrún Brá frábær á seinni níu á fyrsta hring Amundi German Masters
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 1. júlí 2022 kl. 02:30

Guðrún Brá frábær á seinni níu á fyrsta hring Amundi German Masters

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lauk eik á fyrsta hring Amundi German Masters í gær en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hún kom í hús á 73 höggum eða á 1 höggi yfir pari Seddiner See vallarins. Hún er sem stendur rétt fyrir neðan miðjan hóp.

Staðan á mótinu

Það er hin sænska Jessica Karlsson sem leiðir á 9 höggum undir pari eftir fyrsta hring, þremur höggum á undan næstu kylfingum.

Guðrún Brá fékk fugl á fyrstu holunni á hringnum en svo fylgdu í kjölfarið skollar á næstu fjórum holum og einn skolli til á 9. braut. Hún kom í hús eftir fyrri níu holurnar á 40 höggum eða á 4 höggum yfir pari. Okkar kona lék frábært golf á seinni níu holunum. Hún fékk einn skolla en náði í fjóra fugla og kom í hús á 33 höggum eða á 3 höggum undir pari. Hún getur byggt á því fyrir annan hringinn.

Guðrún Brá á rástíma á öðrum hring núna klukkan 6:30 á íslenskum tíma.