Fréttir

Guðrún Brá hefur leik í Kenýa
Miðvikudagur 1. febrúar 2023 kl. 22:52

Guðrún Brá hefur leik í Kenýa

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili og íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 er stödd í Kenýa þar sem hún hefur leik í fyrsta móti ársins á LET mótaröðinni. Völlurinn sem leikið er á heitir Vipingo Ridge. 

Guðrún Brá hefur leik kl. 9:17 fimmtudaginn 2. febrúar á fysta teig. Föstudaginn 3. febrúar hefur hún leik af 10. teig kl. 13:42

Guðrún Brá hlakkar mikið til að byrja nýtt tímabil en hún endaði jöfn í 45. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LET mótaröðina og náði ekki að tryggja sér fullan keppnisrétt, en aðeins vantaði uppá að hún næði að vera meðal 20 efstu. Guðrún lék á LET mótaröðinni á síðasta keppnistímabili. Hún stóð sig vel og mun byggja á reynslu fyrra árs á þessu tímabili. Eitt eftirminnilegasta atvik síðasta árs var þegar hún fékk Albatross í Ástralíu. 208 metra högg með 3 tré, beint ofan í holu.

Esther Henseleit frá Þýskalandi á titil að verja á Magical Kenya Ladies Open. Með sigri vinnur hún mótið í þriðja skiptið í röð. Hún vann með einu höggi árið 2019 með lokahring uppá 64. Hún sigraði aftur í fyrra með einu höggi. „Það er frábært að vera komin aftur. Héðan á ég góðar minningar. Fyrri sigurinn var sérstaklega eftirminnilegur þar sem ég tryggði mér bæði sigurinn á peningalistanum og var valin nýliði ársins. Svo var frábært að endurtaka leikinn í fyrra og sigra aftur. Að sjálfsögðu er ég komin aftur til að verja titilinn. Engin ástæða að ég geti það ekki. Völlurinn hentar mínum leik vel“ sagði hinn 24 þýski atvinnukylfingur Esther Henseleit.

Sjá skor í mótinu hér.