Fréttir

Guðrún Brá í góðum málum eftir tvo hringi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 4. september 2020 kl. 19:19

Guðrún Brá í góðum málum eftir tvo hringi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnkylfingur úr Golfklúbbinum Keili lék á 72 höggum á öðrum hring Flumserberg Ladies Open sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Hún komst örugglega í gegnum niðurskurðinn og er ofarlega á skortöflunni nú þegar einn hringur er eftir.

Hringurinn í dag var nokkuð sveiflukenndur. Hún fékk fjóra fugla á fyrri níu holunum en á móti fékk hún tvo skolla. Á síðari níu holunum fékk hún svo þrjá skolla og einn fugl. Hún endaði því hringinn á 72 höggum eða pari vallar og er samtals á þremur höggum undir pari.

Fyrir lokahringinn er Guðrún jöfn í 13. sæti sex höggum á eftir efstu konu. Hún getur því hæglega komið sér á meðal efstu kvenna með góðum lokahring.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.