Fréttir

Guðrún Brá komin með þriggja högga forystu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær upphafshögg á 10. teig. Mynd: pket@kylfingur.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 9. ágúst 2019 kl. 18:13

Guðrún Brá komin með þriggja högga forystu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er komin með þriggja högga forystu eftir tvo hringi á Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Guðrún Brá lék á alls oddi á öðrum hring mótsins en hún var á fjórum höggum undir pari eftir fjórar holur eftir fugla á 1. og 3. holu og örn á 4. holu.

Eftir að hafa leikið fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari fékk Guðrún skolla á 12. holu og 17. holu og lauk leik á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Samtals er Guðrún á þremur höggum undir pari, þremur höggum á undan Nínu Björk Geirsdóttur sem er önnur. Íslandsmeistarinn 2007 lék á tveimur höggum undir pari á öðrum keppnisdegi og vann sig upp um tvö sæti milli hringja.

Höggi á eftir Nínu er Saga Traustadóttir í 3. sæti en þrjú högg skilja hana og Berglindi Björnsdóttur að sem er í 4. sæti.

Eftir hring dagsins var skorið niður í kvennaflokki og standa nú 23 kylfingar eftir. Þriðji hringur mótsins fer fam á laugardaginn.

Staða efstu kylfinga má sjá hér fyrir neðan:

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640