Fréttir

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 18:45

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Ribeira International Ladies Open mótinu sem fer fram á Spáni og er hluti af LET Access mótaröðinni.

Guðrún Brá er samtals á þremur höggum yfir pari í mótinu og jöfn í 29. sæti en alls komst 31 kylfingur í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, laugardag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640