Fréttir

Guðrún Brá líklega úr leik á Bossey Ladies Championship
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 10:26

Guðrún Brá líklega úr leik á Bossey Ladies Championship

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék í dag annan hringinn á Bossey Ladies Championship mótinu á LET Access mótaröðinni. Guðrún náði sér ekki á strik í dag en kom í hús á 78 höggum eða 7 höggum yfir pari. Samtals er Guðrún á 11 höggum yfir pari.

Guðrún hóf leik á 10. holu í dag og fékk á fyrri 9 holunum einn tvöfaldan skolla, tvo skolla og restin pör. Á seinni 9 holunum fékk Guðrún svo einn skolla og einn tvöfaldan skolla til viðbótar. 

Eins og staðan er núna er Guðrún jöfn í 91. sæti á samtals 11 höggum yfir pari. Skorið verður niður eftir daginn í dag og eru 50 efstu kylfingarnir sem komast áfram. Niðurskurðurinn miðast nú við þær sem eru á 5 höggum yfir pari eða betur og verður því að teljast harla ólíklegt að Guðrún Brá nái í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.