Guðrún í 44. sæti í Írlandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði jöfn í 44. sæti á KPMG mótinu sem fram fór á Carton House golfsvæðinu rétt utan við Dublin í Írlandi. Hafnfirðingurinn var í toppbaráttunni eftir tvo hringi en gaf aðeins eftir á helginni en engu að síður er þetta góður árangur hjá henni því í mótinu voru flestar af bestu kylfingum Evrópu.
Guðrún lék hringina fjóra á 70-71-77-73 og endaði á einu höggi undir pari. Þrír mjög góðir hringir og annað mótið í röð sem hún er meðal efstu kvenna eftir helming mótsins.
Þetta var fimmta mót Guðrúnar á LET Evrópumótaröðinni í röð og þriðja mótið sem hún komst í gegnum niðurskurðinn og er hún nú í 138. sæti stigalistans. Hún vonast til að fá þátttökurétt á fleiri mótum síðla sumars.
Guðrún mun nú taka að sér annað verkefni en hún mun verða þjálfari hjá stúlknalandsliðinu sem keppir á Evrópumóti landsliða í vikuni.
Englendingurinn Lottie Woad sigraði á mótinu á 21 höggi undir pari og vann með sex högga mun.