Fréttir

Guðrún og Berglind keppa í Englandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 23:09

Guðrún og Berglind keppa í Englandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Berglind Björnsdóttir GR eru báðar skráðar til leiks á WPGA International Challenge mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni og fer fram hjá Stoke By Nayland golfklúbbnum í Englandi dagana 12.-14. september.

Mótið er það þriðja síðasta í röðinni á tímabilinu á LET Access en lokamótið fer fram í byrjun október í Frakklandi.

Guðrún og Berglind hafa báðar spilað í flestum mótum á tímabilinu og er Guðrún í 58. sæti á stigalistanum fyrir mót vikunnar á meðan Berglind er í 174. sæti.

Fimm efstu sæti stigalistans í lok tímabils gefa þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári en sæti 6-20 koma kylfingum í lokaúrtökumótið fyrir mótaröðina.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Berglind Björnsdóttir.