Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðrún og Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hring
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 10. september 2020 kl. 19:03

Guðrún og Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR hófu í dag leik á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu sem er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Íslensku kylfingarnir eru báðir í kringum miðjan hóp eftir fyrsta hring mótsins en Guðrún lék á höggi yfir pari og Ólafía á 2 höggum yfir pari.

Guðrún er jöfn í 50. sæti og Ólafía í 67. sæti. 125 kylfingar taka þátt í mótinu að þessu sinni.

Kim Metraux og Sanna Nuutinen deila forystunni á 6 höggum undir pari.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun og verður þá skorið niður. Lokahringur mótsins fer fram á laugardaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.