Fréttir

Guðrún þarf að bíða til morguns hvort hún komist áfram
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 17:46

Guðrún þarf að bíða til morguns hvort hún komist áfram

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Andalucía Costa Del Sol Open mótinu en mótið er síðasta mót tímabilsins á Evrópumótaröð kvenna. Ekki hafa allir kylfingar lokið leik á öðrum hring og gæti því staðan breyst.

Vegna veðurs í gær náði Guðrún ekki að ljúka leik við fyrsta hringinn og lék hún því 26 holur í dag. Fyrsta hringinn endaði hún á að leika 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Hún fékk sex skolla á hringnum, einn fugl og restina pör.

Fyrir seinni hringinn var Guðrún kringum niðurskurðarlínuna og þurfti því að halda vel á spöðunum til að komast áfram. Eftir erfiðar fyrstu níu holur þar sem að hún fékk fimm pör og fjóra skolla var á brattann að sækja. Hún náði í tvo fugla en á móti fékk hún tvo skolla. Hringinn endaði hún því á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. 

Guðrún lék hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari og er eins og staðan er núna á samtals níu höggum undir pari. EKki hafa allir lokið leik á öðrum hringnum og er því enn möguleiki á að hún komist áfram þar sem töluvert af kylfingum eiga enn eftir að ljúka leik og niðurskurðurinn miðast við þá kylfinga sem eru á sjö höggum yfir pari og betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.