Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gunnlaugur datt út í 64-manna úrslitum US open amateur
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 14. ágúst 2025 kl. 10:14

Gunnlaugur datt út í 64-manna úrslitum US open amateur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur úr GKG, komst ekki í gegnum 64-manna úrslit US open en hann flaug í gegnum forkeppnina sem voru tveir hringir. Hann var metinn 18. hæstur á listanum en tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Max Herendeen sem var í 47. sæti. Gunnlaugur náði sér greinilega ekki á strik, tapaði fyrstu holunni, fékk skramba á móti skolla Max, lenti svo tvær holur niður á sjöttu holu en leiknum lauk 4/3. 

Örninn 2025
Örninn 2025