Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gunnlaugur flaug í gegnum niðurskurðinn á US open amateur
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 13. ágúst 2025 kl. 10:12

Gunnlaugur flaug í gegnum niðurskurðinn á US open amateur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur úr GKG, komst auðveldlega áfram í US open amateur sem er eitt stærsta áhugamanna golfmót heims en mótið fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Gunnlaugur er kominn í 64 mann úrslit en á fyrstu tveimur hringjunum er höggleikur en nú tekur holukeppni við.

Gulli byrjaði frábærlega, spilaði fyrri hringinn á -2 en annan hringinn í gær á +2 og endaði því á pari en það dugði honum í 14. sæti í höggleiknum. 

Þetta mót er árlegt golfmót sem bandaríska golfsambandið heldur og er spilað á tveimur völlum sem tilheyra hinum fræga golfklúbbi, The Olympic club, Lake course og Ocean course. Gulla gekk betur fyrri daginn á Ocean en Lake course er erfiðari, m.a. vegna lengdar. Holukeppnin fer eingöngu fram á Lake course en mótinu lýkur með 36 holu einvígi þeirra tveggja sem verða eftir á sunnudaginn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Kylfingur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með og vonandi verður hægt að birta viðtal við Gunnlaug á meðan mótinu stendur en Bjarki Pétursson sem líka er afrekskylfingur, er Gulla til halds og trausts í mótinu og heldur á pokanum fyrir hann.