Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Gylfi náði draumahögginu í annað sinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 17. maí 2020 kl. 11:29

Gylfi náði draumahögginu í annað sinn

Selfyssingurinn Gylfi Birgir Sigurjósson fór holu í höggi í annað sinn á Þorláksvelli nýlega. Hann var með félögum sínum úr Golfklúbbi Selffoss og smellti boltanum í holu á 14. braut.

Ég var að spila með félögum mínum, þeim Karel, Daníel og Svani. Það var hörkuvindur á móti þegar við komum á 14. holu sem var 144 metrar þennan dag. 4-járn varð fyrir valinu og höggið var gott, upp í vindinn og stefndi í rétta átt. Við sáum boltann hverfa en vorum ekkert að spá í hvort hann hefði farið í holu heldur hélt ég að hann hefði verið of langur. Ég sá ekki boltann á flötinni og leitaði því fyrir aftan flötina þangað til félagi minn kíkti í holu og viti menn... þar lá boltinn,“ sagði Gylfi þegar hann var spurður út í atvikið. Hann fór holu í höggi í fyrsta skipti í Hveragerði árið 2016 á 9. braut.