Fréttir

Hákon og Eva eru klúbbmeistarar GR árið 2019
Hákon Örn Magnússon og Eva Karen Björnsdóttir. Mynd: Facebook
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 10:43

Hákon og Eva eru klúbbmeistarar GR árið 2019

Eva Karen Björnsdóttir og Hákon Örn Magnússon fögnuðu á laugardaginn sínum fyrstu klúbbmeistaratitlum þegar Meistaramót GR lauk á Grafarholtsvelli.

Eva Karen lék hringina fjóra á 16 höggum yfir pari og varð tveimur höggum á undan Berglindi Björnsdóttur sem varð önnur. Eva lék frábært golf á lokahringnum og kom inn á pari vallarins á meðan Berglind lék á þremur höggum yfir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir endaði í þriðja sæti á 23 höggum yfir pari.

Í karlaflokki lék Hákon Örn Magnússon manna best og endaði mótið á 4 höggum undir pari. Hákon sigraði á endanum með fjögurra högga mun en eftir 13 holur á lokahringnum var hann einungis höggi á undan Viktori Inga Einarssyni, sem endaði annar, og tveimur höggum á undan Arnóri Inga Finnbjörnssyni, sem endaði í þriðja sæti.

Lokastaðan í meistaraflokki kvenna:

1. Eva Karen Björnsdóttir, +16
2. Berglind Björnsdóttir, +18
3. Ragnhildur Sigurðardóttir, +23
4. Nína Margrét Valtýsdóttir, +34
4. Halla Björk Ragnarsdóttir, +34
6. Særós Eva Óskarsdóttir, +46

Lokastaðan í meistaraflokki karla:

1. Hákon Örn Magnússon, -4
2. Viktor Ingi Einarsson, 0
3. Arnór Ingi Finnbjörnsson, +1
4. Jóhannes Guðmundsson, +5
5. Stefán Már Stefánsson, +8
5. Tómas Eiríksson Hjaltested, +8